
Starfsfólk Alþingis er ekki ánægt með flutning á mötuneyti þingsins sem komið er í nýbyggingu Alþingis gegnt Ráðhúsinu. Ekki það að maturinn sé ekki góður, hann er alltaf fínn, heldur er hljóðvistin í matsalnum svo slæm að hún truflar daglegt borðhald.