Fæðingardagur söngkonunnar Rosemary Clooney (1928-2002) sem lagði heiminn að fótum sér með laginu Come On – A My House og fleiri smellum. Rosemary var föðursystir stórleikarans George Clooney. Frægðarsól hennar reis hæst á sjötta áratugnum en hlé varð á áratug síðar vegna þunglyndis og lyfjanotkunar sem fór úr böndum – en hún reis upp aftur 1977 þegar hún kom fram með Bing Crosby og hélt áfram veginn fram á síðasta dag.
ROSEMARY CLOONEY
TENGDAR FRÉTTIR