„Alltaf koma náttúruöflin manni á óvart,“ sagði Róbert Guðfinnsson athafnamaður á Siglufirði þegar hann leit yfir golfvöllinn sem hann létt byggja í fjarðarbotninum nánast í túninu heima:
„Vorið 2024 kom golfvöllurinn á Siglufirði illa undan vetri. Kal var bæði á brautum og grínum. Útlitið er gjörólíkt nú í vor. Búast má við að völlurinn nái að jafna sig fljótar en búist var við. Þökk sé sólríkum maí mánuði. Það mun þó taka næstu tvö sumur að koma vellinum í fyrra horf. Áætluð opnun er um næstu mánaðamót.“