Óli Þór Árnason, nýjasta veðurstjarna Ríkissjónvarpsins, kom á óvart gærkvöldi þegar hann hafði fækkaða fötum fyrir útsendingu góðviðrinu en Óli er yfirleitt í jakkafötum og vesti og með bindi. Þarna mætti hann með uppbrettar skyrtuermar, skyrta fráhneppt í hálsi en hélt þó vestinu.
Líklegast hefur þetta gerst: Sminkurnar í sjónvarpinu hafa bent Óla veðurfræðingi á að hann gæti ekki verið svona kappklæddur í miðri hitabylgju. Fært hann úr jakkanum, brett upp skyrtuermar, fjarlægt bindið og viti menn: Veðurfræðingur í sumarskapi!