„Ég hélt að ég hefði bólusett börnin mín fyrir pólitík en það hefur aldeilis ekki virkað,“ segir Hallur Magnússon sem sjálfur var áberandi í leik og starfi með Framsóknarflokknum hér áður fyrr:
„Styrmir sonur minn er í Studentaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu. Annar sonur minn, Magnús, leiðir lista Röskvu á Verkfræði og náttúruvísindasviði og Gréta dóttir mín er á lista og varamaður fyrir Félagsvísindasvið.“
Hallur átti ekki von á þessu en er stoltur með sitt og má vera það.