HomeGreinarTOLLI ELSKAR TENE

TOLLI ELSKAR TENE

„Var að spjalla við vin minn nýverið um veðurfarið á Tenerife sem við báðir höfum heimsótt en þessi vinur minn er seglbrettagaur og elskar öldurnar og vindinn við suðurenda eyjunar.“ segir Tolli Morthens myndlistarmaður:
„Við vorum auðvitað bísna ánægðir með veruna þarna suður frá ég með hvíldina á laugarbakkanum og hann með átökin á brotöldum undir Afríkusól.
Ég var að segja honum hvað ég hefði gott af því að gera ekkert en hve líkaminn hefði fljótt fundið fyrir því þegar skammdegis þreytan tók að síga upp frá skrokknum í hita og aðgerðarleysi svo stundum var ég alveg búinn um kvöldið eftir langa legu og bókalestur en samt sæll og sáttur.
Vinur minn hafði orð á því hve það hefði verið meira næs ef Ingólfur og aðrir landnámsmenn hefðu siglt sunnar og fundið Tenerife og það hefði síðan orðið heimkynni okkar.
Eftir smá þögn kváðum við upp í einu hljóði „nei við elskum íslenska veðuráttu“ allir þessir vindar og ferskleiki, stormar og él, veðurgluggar sem opnast og lokast í sífellu, miðnætursól og vetramyrkur og þessi einstaka orka sem er hér allt um liggjandi, nei það er eitthvað við samspil lands og veðurs sem gerir það einstakt að búa hér.
Eða hvað sagði ekki skáldið „Ég elska þig stormur“.
Semsagt gott að hverfa suður í sólina og lofa þreytunni að gufa upp og hverfa svo síðan heim í þetta karnival sem veðrið er hérna.“
TENGDAR FRÉTTIR

FYLLIÐ BENSÍNTANKANA – ÍRANAR LOKA HORMUZSUNDI

Viðvörun til bíleigenda: Fyllið bensíntankana strax. Íranar hafa lokað á olíuflutninga um Hormussund sem á eftir að hafa áhrif til hækkunar. Bensínlítrinn gæti rokið upp...

OPIÐ HÚS Á BRAGAGÖTU

Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: 48,5 m2 parhús á einni hæð við Bragagötu 34b í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi og 2 svefnherbergi....

GISTIHÚSBÍLLINN Á EYRARBAKKA

Á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka í dag laugardaginn 21. júní tekur Byggðasafn Árnesinga við Gistihúsbílnum ÁR-67 til varðveislu. Það gerist með stuttri athöfn við Húsið...

50% AFSLÁTTUR Á SIGLÓ HÓTEL

Sigló Hótel á Siglufirði á 10 ára afmæli í sumar og býður af því tilefni 50% afslátt af dvölinni ef bókaðar eru tvær eða...

ER ALLT AÐ FARA Í HUND OG KÖTT?

"Er allt að fara í hund og kött?" spyr Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins sem einnig er dýralæknir og veit því hvað hann syngur þegar...

SÓLVEIG ANNA BRÝNIR KONUR – „ÁN YKKAR STOPPAR HÉR ALLT“

"Ég óska verkakonum á Íslandi til hamingju með daginn. Ég vona að sú stund renni einhvern tímann upp að atkvæði okkar sem að tilheyra...

GÍTARSNILLINGUR VARAR VIÐ HRAÐAMYNDAVÉL Á AKUREYRI

"Alltaf finnst mér gaman að koma til Akureyrar og alltaf finnst mér leiðinlegt að yfirgefa þann fallega bæ en aldrei eins leiðinlegt og nú...

HJÁLMARI FINNST SANNA FALLEG

Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik heldur velli samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup var að birta. Hjálmar Sveinsson, lykilmaður í borgarstjórnarhópi Samfylkingarinnar, er ánægður með og upplýsir um...

VÍSINDAAFREK ARNARS Í TOUR DE FRANCE

"Arnar Lárusson systursonur er búinn að þróa merkilegan búnað til að mæla öndun og nýta til að bæta þjálfun íþróttamanna," segir rithöfundurinn Andri Snær...

GERVIGÓMUR GUÐFÖÐURS

Þetta er neðri gómurinn sem var smíðaður fyrir Marlon Brando 1974 er hann lék Guðföðurinn í samnefndum kvikmyndum. Brando mætti fyrst við upptökur með munninn...

BORGIN SVARAR FYRIR „ÚTRÝMINGU STÖÐUMÆLAVARÐA“

Boist hefur svar frá skrifstofu þjónustu og samskipta Reykjavíkurborgar vegna fyrirspurnar vegna fréttar, "Vélmenni útrýma stöðumælavörðum í Reykjavík", sem birtist hér í gær: - Sæll Eiríkur Reykjavíkurborg...

VÉLMENNI ÚTRÝMA STÖÐUMÆLAVÖRÐUM Í REYKJAVÍK

"Stöðumælaverðir eru líklega að verða óþarfir. Gott að  ég var hætt," segir Þóra Andrésdóttir um gamla starfið sitt sem stöðumælavörður í Reykjavík. Nú skanna ...

Sagt er...

"Á Verslunarskólaárum mínum 1958-1961 var sumrunum varið í að afla tekna til þess að borga fyrir allt hvern næsta vetur. Eitt af því sem...

Lag dagsins

Kvikmyndastjarnan Meryl Streep er afmælisbarn dagsins (76). Eða eins og sagði í fréttinni sem hér birtist fyrir nokkrum mánuðum: - Meryl Streep hefur fundið ástina á...