HomeGreinarÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

ÞURÍÐUR SÁ LJÓSIÐ Í LJÓSINU

„Það lítur út fyrir að þú sért með krabbamein“, sagði læknirinn þegar ég vaknaði eftir sýnatöku á Landspítalanum eftir ristilspeglun fyrir 8 mánuðum síðan,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarkona og ein vinælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar um áratugaskeið:
„Ég hafði farið í ristilspeglun Í Meltingarsetrinu og að henni lokinni vildi læknirinn, sem sá um speglunina, senda mig á Bráðamóttöku Landspítalans, því ég væri mögulega með sýkingu við endaþarm…en ég hélt nú síður, það gæti beðið til mánudags, við hjónin ásamt börnum og barnabörnum værum á leið í sumarbústaðinn okkar, þar sem við ætluðum að verja helginni saman. Nei, sagði hann, ég mæli með að þú farir strax og bauðst til að hringja á sjúkrabíl, sem ég afþakkaði enda Friðrik, maðurinn minn, mættur fyrir utan og ég lét krakkana vita að okkur myndi seinka, sennilega fram á kvöld.
En það fór á annan veg, ég var lögð inn eftir skoðun og fór í svæfingu og sýnatöku daginn eftir. „Sýni hefur verið sent í rannsókn og niðurstöður liggja fyrir seinna í dag“ hélt læknirinn á Landspítalanum áfram og ég man eiginlega ekkert meir eftir þessum degi, var dofin og það var ekki ekki fyrr en ég sagði Friðrik hvers kyns var – að ég beygði af.
Í framhaldi hófst ferli sem setti lífið úr skorðum, ég var send í lyfjameðferð og geisla, varð hundveik, nær ósjálfbjarga og radíusinn heima fyrir á milli ferða á geisladeildina var rúm og klósett allan sólarhringinn en ég var svo lánsöm að Friðrik var í sumarfríi frá vinnu svo hann varð yfirhjúkrunarfræðingur á vakt á meðan ósköpin dundu yfir. Mér varð flögurt af öllu, meira að segja vatni! Ég hélt engu niðri, kílóin hrundu af mér og ég var komin á barnamat fyrir 6 mánaða og næringardrykki í smáskömmtum.
Til að gera langa sögu stutta lauk ég 27 skipta geislameðferð um miðjan september og var útskrifuð aum og brennd eftir geislana og þreklítil eftir aukaverkanir lyfjana. Á meðferðartímabilinu gerðu allir á geisladeildinni sitt allra besta við að bæta líðan mína með kremum, lyfjum og alúð sem ég þakkaði fyrir með blómum þegar ég kvaddi deildina, enda hafði ég upplifað eindæma fagmennsku, gæsku og umhyggju og ég var þakklát fyrir að vera komin á þann stað sem ég var á, og vonandi í bata.
Mér var sagt að það yrði hringt í mig eftir 2 vikur, læknirinn sem hafði tekið sýnið tæki nú við. Það leið og beið og ég reyndi að gera það sem ég kann við heilsueflingu en ég hefði alveg viljað ráðfæra mig við einhvern sem vissi betur, mér leið dáldið eins strengjabrúðu án strengja. En þá fyrir áeggjan vina leitaði ég til Ljóssins, var ekki alveg viss og hefði snúið við í dyrunum hefði ég ekki verið búin að panta viðtal, sem ég var beðin að afbóka ef ég sæi mér ekki fært að mæta.
Samviskan bankaði uppá og tvístígandi gekk ég á fund iðjuþjálfa, sem kynnti mér starfsemi þessa dásamlega fyrirbæris sem Ljósið er. Iðjuþjálfinn mælti með að ég færi í tækjasalinn til að efla þrekið og þangað mætti ég daginn eftir vitandi ekkert um hvað ég var að fara útí…hafði aldrei komið í tækjasal þrátt fyrir að hafa stundað heilsueflingu í íþróttasal. Mér var tekið opnum örmum, íþróttafræðingur lét mig í allskonar mælingar sem sýndu m.a. að vöðvamassi reyndist talsvert undir viðmiðum, svo og flest annað sem mælt var. Ég var einfaldlega illa á mig komin og eins og þjálfarinn sagði, þú misstir heilsuna lóðrétt niður og þetta er langhlaup til baka. Og þar með hóf ég endurhæfingu hjá Ljósinu, ég mæti þar 3x í viku, í allskonar tæki til styrkingar og síðan yoga með teygjuæfingum og slökun.
Á öskudaginn mætti ég í búningi, var kúreki innan um íþróttafræðingana sem kusu að vera litmiklir álfar, sem svo sannarlega gáfu gleði inní daginn. Ég hafði fengið tíma í aðra mælingu til að skoða hvort framfarir hafi átt sér stað og segja má að niðurstöður hafi verið þannig að ég fór á sjálfshátíð fyrir orð þjálfarana, sem fögnuðu með húrrahrópum og hamingjuóskum svo ég fór eiginlega hjá mér.
Ég er óendanlega þakklát fyrir starfsemi Ljóssins, sem tekur við þar sem okkar ágæta heilbrigðiskerfi sleppir. Sá kærleikur sem þar ríkir, stuðningur og hvatning hefur verið ómetanlegur þáttur í að ég hef valdið því að sinna heilsunni eins og ég hef gert og mér finnst ótrúlegt að það séu aðeins liðnir fjórir mánuðir frá því ég kom þangað fyrst, þrotin af kröftum og með heilaþoku svo ég vissi varla hvað ég hét. Og ég hef aldrei þurft að taka upp veskið, nema með því að vera Ljósavinur og það er raunar markmiðið með þessari færslu að hvetja sem flesta til að gerast vinir Ljóssins. Í dag er í bata, útlit fyrir að meinið sé horfið og fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Mig langar að hvetja líknarfélög og einstaklinga til að styrkja starfsemina, sem á sér velgjörðarmenn og styrktaraðila – en betur má ef duga skal. Hér eru upplýsingar um Ljósið og hvernig hægt er að styrkja starfsemina: https://ljosid.is/styrkja-ljosid/
TENGDAR FRÉTTIR

EINAR MÁR OG MÁR GUÐMUNDS SAMAN Á SPRINGSTEEN Í BERLÍN

Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Már Guðmundsson fyrrum seðlabankastjóri flugu til Berlína í gærmorgun til að fara á tónleika með Bruce Springsteen. Elsa Þorkelsdóttir,...

GLUGGI SETTUR Á STRÆTÓSKÝLI EN EKKERT SÆTI

"Flott uppfærsla á strætóskýli, mér hefur alltaf fundist vanta frekar glugga en sæti," segir Halldóra Jóhanna Hafsteins en ekki eru allir sammála. Skýlið hefur...

SIGURÐUR INGI STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins leiddi hryssunna Gleði frá Syðra-Langholti  undir stóðhestinn Hreyfil frá Vorsabæ í morgun: "Ætternið ætti að gefa góðar vonir um reiðhest með...

LOFTLEIÐATASKAN SELDIST UPP Á AKUREYRI

"Margir hafa spurt mig um Loftleiðatöskuna sem Egill var með í viðtalinu við mig í Kiljunni. Þetta er endurgerð á Loftleiðatösku sem var mjög...

GUÐRÚN PRÍSAR SIG SÆLA

"Hamingjusöm eftir Prísferð dagsins!" segir Guðrún nokkur Jónsdóttir: "1.5 kíló af kjöti, 2 kíló grísk jógúrt, heilt baguette, 500 ml rjómi, sósa, kók, íslensk gúrka...

HÖFUNDUR SJAKALANS LÁTINN

Enski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Frederick Forsyth lést í gær 86 ára að aldri. Einn drýgsti metsöluhöfundur heims með bækurnar The Day of the Jackal,...

BJÖRN INGI EDRÚ Í 6 ÁR

"Svo vill til að í dag eru sex ár frá því ég bragðaði síðast áfengi. Þannig mjakast þetta, en risaskrefin felast í betri heilsu...

FALLEG AFMÆLISKVEÐJA TIL ANDRÉSAR

"Til hamingju með afmælið elsku vinur og samstarfsfélagi," segir Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður í afmæliskveðju til Andrésar Jónssonar almannatengils sem er 48 ára í dag: - "Þú...

ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA…

"Þetta er allt að koma," segir Róbert Guðfinnsson athafnaskáld á Siglufirði um golfvöllinn í heimabæ sínum. Sjá tengda frétt.

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI ALLTAF I VINNUNNI

Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra fellur ekki verk úr hendi þó í sólarfríi sé. Hér ræðir hún málin við kappklædda mótorhjólalöggu sem varð á vegi...

„HELVÍTI ER HLÍÐIN SMART, ÉG FER EKKI RASSGAT“

Alfreð Andrésson (1908-1955), leikari. Hann var vinsæll á stríðsárunum og þótti einn besti leikari Íslendinga. Sumir töluðu jafnvel um að Alfreð hefði orðið heimsfrægur,...

ANDRÉS SPÁIR DAUÐA ÍSLENSKA SJÓNVARPSINS

Andrés Magnússon ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu reifar framtíð sjónvarps í pistli í blaði sínu í dag. Bendir hann réttilega á að línulega dagskrá sé að...

Sagt er...

"Þetta er ekki í lagi, ég kemst ekki heim," segir Anna Kjartansdóttir stödd í Mörkinni við Skeifuna. Anna á rauða bílinn á myndinni.

Lag dagsins

Brian Wilson (1942-2025). https://www.youtube.com/watch?v=kVUu7rC7xec