HomeGreinarEFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

EFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

Tommi segir:
Þegar ég byrjaði að læra kokkinn í  september 1967 hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli
Var Alfreð Elíasson forstjóri og stofnandi félagsins. Hann var óumdeildur og virtur leiðtogi.  Man að ef ég vissi að hann væri á leið i gegn um flugstöðina þá stóð ég álengdar bara til að sjá hann i eigin persónu. Ég upplifði að starfsfólkið væri stolt að vinna fyrir Loftleiði og “Big Al”. Þetta lögmál á alltaf við ekki, síst í stjórnmálum.
Ég hefi verið að velta því fyrir mér hvað veldur að tveir rótgrónir stjórnmálaflokkar með samtals 14 þingmmenn og konur bókstaflega þurrkast út í einum kosningum eins og gerðist núna í nóvember. Hurfu bara eins og dögg fyrir sólu. Ég kemst helst að því að þeir höfðu ekki afgerandi leiðtoga eða forystusauð.
Eins og ég sé þetta þá eru vinsældir Flokks Fólksins alfarið byggðar á Ingu Sæland. Inga er lífleg, ófeimin, djörf og oft skemmtileg að tjá sig um allt og ekkert. Getur talað blaðlaust endalaust og hefur hugmyndir sem höfða til ákveðinna hópa samfélagsins.
Samfylkingin hafði Kristrúnu Frostadóttir sem er afgerandi og skelegg. Vel menntuð með  traustvekjandi framkomu og mikla reynslu úr fjármálageiranum. Hún áttaði sig á að Samfylkingin hafði ekki kraftmikla forystu og stökk inn og vann hug og hjörtu stórs hóps fólks.
Viðreisn hafði og hefur Þorgerði Katrínu reynda í stjórnmálum, vel gefinn og vel máli farinn. Svo naut hún góðs af því að hafa verið atkvæðamikil í Sjálfstæðisflokknum og ofan á allt þá gat íhaldsfólk  sem var í nöp við Sjálfstæðisflokkinn kosið viðreisn.
Miðflokkurinn hefur Sigmund Davíð líflegan, vel lesinn og skemmtilegan ræðumann með mikla reynslu sem sér oft spaugilegar hliðar á ýmsum málum.
Sjálfstæðisflokkurinn er  tvístraður og óljóst hver er í brúnni þar og af einhverjum átæðum þá hefur hann ekki það traust sem hann hafði. Vantar foringja sem hægt er að sameinast um. Hefur liðið fyrir aðdróttanir og upphrópanir sem sumar hverjar eru ekki sanngjarnar.
Minnstu munaði að framsókn dytti út af þingi svona rétt slapp fyrir horn. Þar er Sigurður Ingi ekki mjög sannfærandi við stjórnvölinn. Lifir á gamalli frægð sem flokkur landsbyggðarinnar. Ástæðan fyrir góðu gengi 2021 var slagorið: „Er ekki best að kjósa bara framsókn“. Þetta slagorð náði alveg inn í borgarstjórnakosningarnar 2022 þar sem þeir fengu 4 borgarfulltrúa eftir að hafa ekki einu sinn einn. Sjáum hvað setur þar.
En hvað með Pírata? Þar var enginn forystusauður og málefnin óljós, vantaði tiltrú.
Vinstri græn mistu Katrínu Jakobs og í staðinn kom Svandís Svavars sem er mjög umdeild og hefur ekki þann sannfæringarkraft sem þarf til að vera tekinn trúanleg sem óumdeildur leiðtogi. Að auki fannst gömlum meðlimum flokkurinn hafi svikið málstaðinn. Mistu 8 þingmenn og konur.
Winston Churchill sagði:
LÝÐRÆÐIÐ ER GOTT EN ÞAÐ VERÐUR EINHVER AÐ STJÓRNA.
Áfram veginn kæra þjóð.
TENGDAR FRÉTTIR

AÐ VERA SAUTJÁN OG VITA EKKI HVERT MAÐUR Á AÐ SNÚA

Jónatan Hermannsson er besta skáldið á Netinu: - vera í mannþröng vera einn samt - hafa ekkert að segja allir hinir kaldhæðnir tala í ólíkindatóni - verða ósýnilegur fara með veggjum skárra þó en vera...

KAFLOÐINN MÓTMÆLI GEGN STÝRIVÖXTUM!

Tommi á Búllunni sendir myndskeyti: - Í marz 2009 voru stýrivextir 18% þá tókum við Úlfar heitinn Eysteinsson veitingamaður á Þrem frökkum upp á því að...

EASY PARK OG EASY RIDER

„Þurfti að leggja bílnum mínum í fjórar mínútur við Skólavörðustíg. Það kostaði mig 117 krónur Bjarni Þorsteinsson útgáfustjóri: „Þegar ég verð stór ætla ég að...

SOFIA AURORA TIL SÁLARRANNSÓKNARFÉLAGSINS

Sofia Aurora Björnsdóttir hefur hafið störf hjá Sálarrannsóknarfélaginu.Sofia Aurora starfar sem Healer og hjálparmiðill. Hún hefur verið góð í að eiga samskipti á milli...

GASLÝSING ER OFBELDI

Hugtakið kom fyrst fram í ensku 1938 í breska leikritinu Gas Light sem síðar varð efni kvikmyndarinnar Gaslight 1944. Þar reynir eiginmaður að ráðskast með konu sína á...

GÚSTAF KEMUR SNORRA TIL VARNAR

Gústaf Níelsson, landsþekktur hægrimaður og eldri bróðir Brynjars Níelssonar, er orðinn svo fullorðinn að fátt kemur honum lengur á óvart og klumsa verður hann...

ARKITEKTINN SEM ÞORIR MEÐAN AÐRIR ÞEGJA – LIST & HÖNNUN

Trausti Valsson arkitekt hefur gefið út bokina LIST & HÖNNUN í tilefni af áttræðisafmæli sínu um áramótin. Í útgáfuhátíð í Þjóðabókhlöðunni var Logi Einarsson...

ÍSLENSKUNNI FÓRNAÐ Á ALTARI MAMMONS

"Íslenskunni stafar hætta af græðginni," segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og samfélagsrýnir á degi Íslenskrar tungu - fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar: "Okkur liggur svo mikið á...

ÁSTARSAGA SKERJAFJARÐARSKÁLDSINS

"Í dag, 16. 11. 2025, eru liðin níu ár frá því að við Olga kynntumst," segir Kristján Hreinsson oft nefndur Skerjafjarðarskáldið: "Þetta byrjaði með einni...

BORGARSTJÓRI FELLIR OSLÓARTRÉ Í HEIÐMÖRK OG GEFUR ANNAÐ TIL FÆREYJA

Það var fallegt um að litast í Heiðmörk í hádeginu í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri felldi Oslóartréð sem prýðir Austurvöll yfir hátíðarnar. Þótt...

JÓI FEL KOKKAR FYRIR KÆRUSTUNA HJÁ HINU OPINBERA

Stjörnubakarinn Jói fel hefur verið að kokka á Litla Hrauni sem kunnugt er af fréttum. Urgur er í nokkrum matreiðslumeisturum sem höfðu áhuga á...

EIGINKONU SNORRA MÁSSONAR MISBOÐIÐ

"Í morgun birtist flennistór mynd af tveggja ára gömlum syni mínum á Vísi.is undir fyrirsögninni: „Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu.“ segir Nadine Guðrún...

Sagt er...

Þekkið þið manninn? Myndin er tekin á íþróttaleikvangi í Sjanghæ í Kína í síðustu viku. Leikmaður merktur Eiriksson. Er þetta Íslendingur? Eða kannski Svíi?...

Lag dagsins

Súperstjarnan og Íslandsvinurinn Jodie Foster a afmæli á morgun, verður 63 ára. Ferillinn orðinn langur þar sem hún byrjaði sem barnastjarna hjá Disney og...