HomeGreinarEFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

EFTIR HÖFÐINU DANSA LIMIRNIR

Tommi segir:
Þegar ég byrjaði að læra kokkinn í  september 1967 hjá Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli
Var Alfreð Elíasson forstjóri og stofnandi félagsins. Hann var óumdeildur og virtur leiðtogi.  Man að ef ég vissi að hann væri á leið i gegn um flugstöðina þá stóð ég álengdar bara til að sjá hann i eigin persónu. Ég upplifði að starfsfólkið væri stolt að vinna fyrir Loftleiði og “Big Al”. Þetta lögmál á alltaf við ekki, síst í stjórnmálum.
Ég hefi verið að velta því fyrir mér hvað veldur að tveir rótgrónir stjórnmálaflokkar með samtals 14 þingmmenn og konur bókstaflega þurrkast út í einum kosningum eins og gerðist núna í nóvember. Hurfu bara eins og dögg fyrir sólu. Ég kemst helst að því að þeir höfðu ekki afgerandi leiðtoga eða forystusauð.
Eins og ég sé þetta þá eru vinsældir Flokks Fólksins alfarið byggðar á Ingu Sæland. Inga er lífleg, ófeimin, djörf og oft skemmtileg að tjá sig um allt og ekkert. Getur talað blaðlaust endalaust og hefur hugmyndir sem höfða til ákveðinna hópa samfélagsins.
Samfylkingin hafði Kristrúnu Frostadóttir sem er afgerandi og skelegg. Vel menntuð með  traustvekjandi framkomu og mikla reynslu úr fjármálageiranum. Hún áttaði sig á að Samfylkingin hafði ekki kraftmikla forystu og stökk inn og vann hug og hjörtu stórs hóps fólks.
Viðreisn hafði og hefur Þorgerði Katrínu reynda í stjórnmálum, vel gefinn og vel máli farinn. Svo naut hún góðs af því að hafa verið atkvæðamikil í Sjálfstæðisflokknum og ofan á allt þá gat íhaldsfólk  sem var í nöp við Sjálfstæðisflokkinn kosið viðreisn.
Miðflokkurinn hefur Sigmund Davíð líflegan, vel lesinn og skemmtilegan ræðumann með mikla reynslu sem sér oft spaugilegar hliðar á ýmsum málum.
Sjálfstæðisflokkurinn er  tvístraður og óljóst hver er í brúnni þar og af einhverjum átæðum þá hefur hann ekki það traust sem hann hafði. Vantar foringja sem hægt er að sameinast um. Hefur liðið fyrir aðdróttanir og upphrópanir sem sumar hverjar eru ekki sanngjarnar.
Minnstu munaði að framsókn dytti út af þingi svona rétt slapp fyrir horn. Þar er Sigurður Ingi ekki mjög sannfærandi við stjórnvölinn. Lifir á gamalli frægð sem flokkur landsbyggðarinnar. Ástæðan fyrir góðu gengi 2021 var slagorið: „Er ekki best að kjósa bara framsókn“. Þetta slagorð náði alveg inn í borgarstjórnakosningarnar 2022 þar sem þeir fengu 4 borgarfulltrúa eftir að hafa ekki einu sinn einn. Sjáum hvað setur þar.
En hvað með Pírata? Þar var enginn forystusauður og málefnin óljós, vantaði tiltrú.
Vinstri græn mistu Katrínu Jakobs og í staðinn kom Svandís Svavars sem er mjög umdeild og hefur ekki þann sannfæringarkraft sem þarf til að vera tekinn trúanleg sem óumdeildur leiðtogi. Að auki fannst gömlum meðlimum flokkurinn hafi svikið málstaðinn. Mistu 8 þingmenn og konur.
Winston Churchill sagði:
LÝÐRÆÐIÐ ER GOTT EN ÞAÐ VERÐUR EINHVER AÐ STJÓRNA.
Áfram veginn kæra þjóð.
TENGDAR FRÉTTIR

BJÖRK Á FORSÍÐU VANITY FAIR

Súperstjarnan Björk er á forsíðu ítölsku útgáfunnar á Vanity Fair þar sem hún kynnir nýju tónleikamyndina sína, Cornucopia. https://www.youtube.com/watch?v=FyP6iUJuOSM&t=22s

FIMMTÁN ÁRA Á FÖSTU…

"Fimmtán ára á föstu," segir Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og fyrrum alþingiskona og birtir mynd af bókarápu bókar með sama heiti eftir Eðvarð Ingólfsson með...

HESTURINN Á HLEMMI Í HAFNARFIRÐI

"Ég rakst á hest í Hafnarfirði um daginn og rak upp stór augu af undrun," segir hafnfirðingurinn Sveinn Markússon, járnsmiður og listamaður. "Þetta var klyfjahestur,...

KVEIKTI Á PERUNNI Í KRÓNUNNI

Neytandi kveikti á perunni og sendi myndskeyti: - Gönguferð í Krónuna er hverrar krónu virði. Fimm stykki af perum á 250 krónur. Perur geymast vel og...

BISKUP SPRENGIR FACEBOOK

"Þar sem Facebook setur takmarkanir um vinafjölda get ég ekki samþykkt fleiri vini eins og er þó að mig langi það mikið," segir Guðrún...

NÝI LANDSBANKINN LEKUR

Engu er líkara en nýi Landsbankinn við Reykjavíkurhöfn leki. Úrræðagóðir bankstarfsmenn hringu í lekur.is og heiðgulur bíll frá þeim var mættur á svæðið fyrr...

TALANDI DÚKKA KOMIN Í ÁRBÆJARSAFN EFTIR 50 ÁR

Sex ára gömul stúlka átti frænda sem sigldi um öll heimsins höf sem sjómaður. Einu sinni sem oftar var frændi staddur í hafnarborg í...

KALEO Á KALDABAR

Kaleo tróð upp á Kaldabar á Klapparstíg í gærkvöldi. Jökull Júlíusson forsprakki hljómsveitarinnar sat þar með gítar á stól við glugga ásamt aðstoðarmönnum og...

BROTIST INN Í HEGNINGARHÚSIÐ

Þau undur og stórmeki urðu um helgina að brotist var inn í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Þar hefur áður verið brotist út en aldrei inn. Ekki...

GJAFALEIKUR KRISTÓFERS

"Mig langar að gefa einhverjum heppnum einstakling þessa fínu mynd af Garðskagavita," segir Kristófer Ingason sem er ástríðufullur ljósmyndari, sjálfmenntaður og snjall. Það eina sem...

FLÓTTAMENN Á TIKTOK

Flóttamenn eru viðfangsefni margra sem framleiða efni fyrir TikTok. Allt er reynt. Alið er á fordómum gegn múslimum, þeir séu orðnir borgarstjórar og komnir i...

BÍLASALAR FYRR OG NÚ

Adolf Hitler hjálpar hér einum dyggasta stuðningmanni sínum að selja bíla 1938. Sagan breytist ekki, endurtekur sig bara.

Sagt er...

Kvikmyndastjarnan Meryl Streep hefur fundið ástina á ný eftir að hafa skilið vð eiginmanns sinn til fjörutíu ára, Don Gummer, 2017. Nýja ástin er leikarinn...

Lag dagsins

Júlíus Sólnes, fyrsti íslenski umhverfisráðherrann, prófessor og í fremstu röð alþjóðlegra sérfræðinga um burðarvirki bygginga á jarðskjálftasvæðum, er afmælisbarn dagsins (88). Hann rennir sér...