„Mikið er þetta líf nú undarlegt. Fyrir nokkrum mánuðum var ég þunglyndis kall sem sá engan tilgang með þessu brölti mínu gegnum lífið. Maður synti í gegnum daginn alltaf þreyttur og vonaði að þetta tæki enda sem fyrst,“ segir Guðbjörn Bjössi Sigurþórsson, lengi starfsmaður hjá Rekstrarvörum. En svo sá hann ljósið og þetta gerðist:
„Ég hafði farið í þræðingar með hjartað og var að mér fannst bara helvíti góður miðað við aldur og hvernig ég hafði farið með mig. Ég var í raun staddur milli lífs og dauða. Vildi ekki drepast en var í raun drullu sama ef það mundi fara þannig. Er búinn að vera með hjúkrunarfræðing á LSH hana Ingu Valborgu. Hún hlustaði ekkert á þegar ég sagði henni að ég væri bara fínn og góður. Hún leit á mig og sagði með: “ Segjum það gamli”.
„Hún gafst ekki upp fyrr ég samþykkti að fara í endurhæfingu á Reykjalund. Eftir þessa dvöl mína á þessum á þessum frábæra stað er ég í frábært form og lífsviljinn kominn aftur. Það er í tísku að setja út á okkar frábæra heilbrigðiskerfi og þá sem vinna þar. Bara svo þið vitið það að þá elska ég þetta fólk sem alla daga gerir okkur gott og hugsar hlýtt til okkar alla daga. Inga leyfði mér ekki að komast upp með neina sjálfsvorkunn eða kjaftæði. Áfram Inga!“