Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í Hafnarfirði rifjar upp:
„
Johnny Cash hélt tónleika í Stavanger í Noregi árið 1985. Bjó hann á flotta hótelinu niður í miðbæ ásamt stórsveit og staffi, öll klædd pressuðum gallabuxum, Nashville style, og ætlaði hópurinn inn á píanóbar hótelsins eftir tónleika.
„Snyrtilegur klæðnaður“ stóð á skilti við glerhurð við klaverbarinn og dyravörður, siðgæðisvörður, kvöldsins sá þetta denim klædda gengi, klætt í baðmullar duck síðbuxum, orðið doek er úr flæmsku, og meinaði þeim inngöngu!
Uppnám varð meðal sveitarmeðlima og hótelgesta sem þekktu Cash, og vildi Johnny kalla til konung lýðveldisins.
Hótelstjórinn mætti á staðinn og breytti, hviss, bang, búmm klæðareglum hótelsins, og Cash og félagar fengu að ganga inn í herlegheitin og fá sér sjúss.
Ég þá á nítjánda ári, farandverkamaður, naut góðs af. Píanóbarinn var minn, og ég, ávallt klæddur í mínar slitnu Levis 501.
Go, Johnny Go!