„Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni,“ segir Ingvi Þór Kormáksson tónlistarmaður sem greip til aðgerða og það gekk ekki þrautarlaust fyrir sig. Með vidóupptöku þarfti hann að sannfæra stjórnkerfi samfélagsmiðlana um að hann væri sá sem hann er en ekki „gervimenni eða hundur eða guð má vita hvað“:
„Í gær fór þessi nýi Fb-reikningur minn hérna í endurskoðun hjá Facebook-Meta og varð ég m.a. að taka af mér videó þar sem ég hreyfði höfuðið til beggja hliða þannig að vangasvipur sæist. Þetta var víst gert til að sannfæra starfslið þessa miðils um að ég væri manneskja en ekki gervimenni eða hundur eða guð má vita hvað.“