Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl. 14:00. Syningin heitir Tvísýn, að sjálfsögðu.
Jóhannes og Ásvaldur Kristjánssynir hafa málað af og til í mörg ár og tekið þátt í ýmsum sýningum en aldrei saman. Málarastíllinn er mjög svipaður. Þeir ólust upp í Múla í Aðaldal við fjölbreytt sveitastörf. Áhugamálin hafa legið á sviði hljóðs og myndar en báðir eru þeir rafeindavirkjar að mennt.