Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir sýningin.
Hrafnkell Tumi Georgsson (f. 1999) útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hann vinnur helst með skúlptúr og vídeó og starfar við kvikmyndun samhliða listinni. Hrafnkell hefur sýnt verk á Vetrarhátíð Reykjavíkur 2023, List í Ljósi á Seyðisfirði 2023 og It Plays Hard í Norræna húsinu 2024. Þetta er hans fyrsta einkasýning. Hrafnkell situr í fagráði Sequences.