Hafin er undirskriftarsöfnun í Danmörku með tilheyrandi fjársöfnun til að kaupa Kaliforníu undir yfirskriftinni: „Bring hygge to Hollywood“. Er þetta gert sem svar við tilburðum Trumps til að kaupa Grænland.
Spurt er: Hvað vantar í Danmörku. Og svarið er: Meira sólskin, pálmatré og hjólaskautafólk. Einstakt tækifæri til að láta drauminn rætast.
Um miðja vikuna höfðu 200 þúsund Danir skrifað undir en stefnt er að 500 þúsund til að ná 1 trilljón dollara markinu. Það eru um 200 þúsund danskar krónur á hvern Dana.
Bent er á að í Kaliforníu sé bærinn Solvang sem þrír danskir innflytjendur stofnuðu 1911. „The Danish Capital of America“ eins og sagt er vestra.