Frá hinu opinbera:
–
Reykjavíkurborg leitar nú eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum til að taka þátt í verkefninu Torg í biðstöðu 2025. Að þessu sinni er áherslan á lífið í skóginum í allri sinni dýrð.
Við veltum fyrir okkur spurningum eins og: Hvar og hvernig getum við aukið þetta líf? Markmið verkefnanna í ár er að þau stuðli að auknu lífi í skóginum, bæði mannlegu og líffræðilegu. Dæmi um verkefni gæti verið aukin dvalarrými og rými fyrir kennslu og fræðslu eða verkefni sem stuðla að bættu aðgengi fyrir öll og auknum líffræðilegum fjölbreytileika.
Þegar hafa borist þrjár tillögur:
- Hleypa kanínum lausum á Klambratún. Gaman fyrir börn og eldri borgara.
- Flytja Árbæjarsafn í Hljómskálagarðinn. Gaman fyrir mannlífið.
- Leyfa bílaumferð á Laugavegi á verslunartíma. Gaman fyrir kaupmenn.