„Ég tilheyri ennþá fámennum en ört vaxandi minnihlutahópi, sem kveikir aldrei – og þá meina ég aldrei nokkurn tímann – ótilneyddur á fréttatíma Rúv. Venjuleg nauðung, svo sem hótun um beint ofbeldi myndi ekki duga, enda er það lágmarksréttur hvers manns að mega verja sig,“ segir Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og pólitíkus. Og klykkir svo út með þessu:
„Í anda Cato hins gamla ætti ég að ljúka öllum pistlum á sömu setningu: „Að lokum legg ég til að RÚV og ritskoðunarnefndin … afsakið „fjölmiðlanefnd“ verði lögð niður.“