Borist hefur póstur:
–
Algengur mánaðarskammtur af þyngdarstjórnunarlyfinu Ozempic/Wegovy kostar 27 þúsund krónur. Sjúkratryggingar niðurgreiða lyfið ekki ef það er notað við þyngdarstjórnun, aðeins ef því er ávísað vegna sykursýki.
–
Ef einhverjum þykir þetta dýr leið til að losna við aukakílóin, þá má hinn sami þakka sínum sæla fyrir að vera ekki bandarísk fitubolla. Í Trumplandi kostar skammturinn af nákvæmlega sama lyfinu 190 þúsund krónur og tryggingar niðurgreiða það í langfæstum tilfellum.
–
Þetta er sjöfaldur verðmunur og kemur víst engum á óvart í Bandaríkjunum því þar er okrað mest á lyfjum í allri heimsbyggðinni. Heilbrigðiskerfið þar kostar um 20% af landsframleiðslunni meðan kostnaðurinn hér á landi er t.d. innan við 10%.