Stöðumælahrellir leikur lausum hala í miðborg Reykjavíkur og virðist njóta þess að koma bílstjórum úr jafnvægi. Hann setur „stöðumælasektir“ undir rúðuþurrkur bifreiða sem þegar grannt er skoðað eru þetta ekki sektarmiðar heldur samanbrotnar servíettur sem virðast vera sektarmiðar úr fjarlægð. Fylgist hann svo líklega með í leyni því uppnámi sem hann veldur.
„Þetta er vítavert og verður að stöðva,“ sagði bílstjóri í geðshræringu sem varð fyrir þessu.