Dagmar Agnarsdóttir ólst upp í Smáíbúðahverfinu og hóf skólagönguna í Breiðagerðisskóla þar sem hún var alltaf minnst í bekknum. En nú er hún orðin sterkari en allir sem þar voru. Sterkasta amma í heimi og sú fallegasta eins og sonur hennar orðar það.
–
Dagmar Agnarsdóttir sló í dögunum sex heimsmet á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum (European Masters Classic Powerlifting Championship) í Albi í Frakkandi.
–
Dagmar keppir með íslenska liðinu í M4 (70 ára og eldri) þyngdarflokki -57 kg.
Í keppninni í Albi varð Dagmar önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokki. Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg 90 kg 95 kg. Samhliða því setti hún jafnframt íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2.
–
Þá lyfti Dagmar 37,5kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta.
Hún sló svo heimsmet í réttstöðulyftu í síðustu lyftu (110kg-120kg-125kg og tvívegis heimsmetið í samanlögðum árangri (255-260,5) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum; M4 og M3(60-69 ára).
–
Dagmar Agnarsdóttir varð því með árangri sínum heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í flokki M4 -57 kg.