„Það er algjör þögn og engar athugasemdir eða beiðni um leiðréttingar eða neinar athugasemdir af neinu tagi. Það er æpandi þögn,“ segir Björn Thorsteinsson sem mætti í morgunútvarp Bylgjunnar í síðustu viku og reifaði þar dómsmál fjölskyldu sinnar gegn Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum stjórnarformanni Festi og fyrrum forstjóri Gnúps fjárfestingarfélags og dánarbúi frænda síns, Kristins Björnssonar. Sjá nánar hér.
–
„Í viðtalinu á Bylgjunni lét ég allt flakka. Nafngreindi menn og sakaði þá um refsiverða háttsemi, skjalafals, yfirhylmingu og nafngreindi fyrirtækin lika KPMG (Helga F. Arnarson) og PWC (Stefán Bergssson endurskoðanda). Hvorki þeir einstaklingar sem voru nafngreindir né þau fyrirtæki sem voru nafngreind vilja tjá sig um þessar ásakanir né biðja um leiðréttingar eða gera athugasemdir. Bara æpandi þögn.“
–