Hinsegin fólk býr almennt við verri heilsu og líðan en þau sem eru ekki hinsegin. Þetta sýna niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks, sem kynntar voru í Ráðhúsinu í dag.
Hinsegin fólk kom verr út úr nánast öllum lykilþáttum sem kannaðir voru í rannsókninni. Þau upplifa líkamlega og andlega heilsu sína verri en þau sem ekki eru hinsegin og eru líklegri til að hafa upplifað eða verið með síþreytu, kvíða, streitu, áfallastreituröskun og/eða þunglyndi. Þá eru hinsegin einstaklingar líklegri til að hafa orðið fyrir hvers kyns ofbeldi; andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu.