Kvikmyndahúsið Regnboginn efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara í tilefni af frumsýningu myndarinnar Eftirlætis kakan mín (My Favorite Cake) miðvikudaginn 12. febrúar kl 14:00 í Bíó Paradís.
Hraðstefnumótið hefst að lokinni sýningu myndarinnar. Þá geta þátttakendur farið á milli borða og sest hjá öðrum sem einnig hafa skráð sig á stefnumótið í fimm mínútur. Svo er bara að kynna sig og kynnast.
Þeir gestir sem skrá sig á viðburðinn fá frítt inn á myndina.
Skráning fer fram á netfanginu lisa@bioparadis.is.