„Ég keyrði í fyrradag norður Kringlumýrarbrautina,“ segir Gunnlaugur Auðunn Júlíusson landsþekktur langhlaupari og sveitarstjórnarmaður um árabil:
–
„Svo beygði ég af henni austur Borgartún fram hjá sundlauginni í Laugardal, upp að Hrafnistu við Austurbrún og stoppaði þar smá stund.
Síðan keyrði ég Dyngjuveg niður á Langholtsveg, austur hann og síðan suður Skeiðarvog yfir Miklubrautina og heim í Rauðagerði.
Eftir að ég beygði út af Kringlumýrarbrautinni þá fór ég að telja hraðahindranir á fyrrgreindri leið.
–
Alls taldi ég rúmlega 20 hraðahindranir frá beygjunni út af Kringlumýrarbrautinni, þangað til ég kom heim, en þessi leið er nálægt 2,5 km.
Sumar þeirra eru örstuttu millibili.
Í þessu sambandi vöknuðu nokkrar spurningar s.s.:
–
1. Hvað skyldu vera margar hraðahindranir á götum Reykjavíkur?
2. Hvaða gagn skyldu þær gera varðandi umferðaröryggi?
3. Hvað skyldu þær kosta bíleigendur?
4. Hvaða áhrif skyldu þær hafa á umhverfið, þar sem bílstjórar, sem keyra um göturnar, eru sífellt að bremsa niður og síðan að gefa inn aftur?
5. Skyldi vera til eitthvað kerfi sem fléttar saman og hámarkar tíðni hraðahindrana og bætt umferðaröryggi?