
Valgeir Guðjónsson tónlistar – og stuðmaður fékk fallega kveðju frá Höllu forseta á afmælisdegi sínum sem var í gær (73). En kveðjan tengdist alls ekki afmælisdegi hans, það var bara tilviljun eins og hann segir sjálfur:
„Sumir vilja meina að ekkert sé tilviljunum háð og það hugsaði ég nú aldeilis þegar mér barst þessi fallega sending með þakkarorðum Forseta á sjálfum afmælisdegi mínum. Mér var síðan tjáð að tímasetningin tók ekki mið af afmæli mínu svo nú megið þið hugsa og meta tilurð tilviljana.“