Í miðri lofgjörð á samanlögðum samfélagsmiðlum um sjónvarpþættina um Vigdísi forseta kveður við nýjan tón í gagnrýni Magnúsar Jochums Pálssonar á Vísi: „Ómerkilegir þættir um merkilega konu“.
Magnús Jochum er sonur Páls Baldvins Baldvinssonar sem lengi hefur leikið stórt hlutverk í menningarumræðuni og þá ekki síst með leiklistargagnrýni þar sem ekki hefur verið skafið utan af því líkt og sonur hans gerir nú.
Þarna sannast hið fornkveðna að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.