HomeSagt erBÍÓKÓNGUR HJÓLAR Í RÚV

BÍÓKÓNGUR HJÓLAR Í RÚV

„RÚV virðist nánast eingöngu sinna einu ákveðnu kvikmyndahúsi í bænum í sinni menningarumfjöllun. Það kvikmyndahús (Regnboginn) er rekið á styrkjum frá ríki og borg, ólíkt öðrum kvikmyndahúsum sem fá enga slíka opinbera aðstoð,“ segir Alfreð Ásberg bíókóngur í SAM-veldinu:
„Þrátt fyrir að ég hafi ekkert persónulega á móti þessu kvikmyndahúsi, sem hefur sitt gildi í menningarlífi landsins, þá er mikilvægt að tryggja jafnræði í umfjöllun og stuðningi.
Við, sem rekum kvikmyndahús án styrkja frá ríki eða borg, leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá. Við sýnum meðal annars Óskarsverðlaunamyndir, íslenskar myndir, sjálfstæðar myndir og myndir frá ýmsum kvikmyndahátíðum. Auk þess sýnum við óperur í beinni útsendingu frá Metropolitan óperunni í New York, sem er einstakt tækifæri fyrir Íslendinga að njóta heimsklassa menningar í sinni heimabyggð.
Ég vona sannarlega að forráðamenn RÚV taki þetta til skoðunar, endurskoði sína stefnu og tryggi að stofnunin þjóni allri menningu og öllum landsmönnum.
Það er hlutverk RÚV að endurspegla menningarlíf þjóðarinnar í allri sinni breidd, þar á meðal framlag óháðra kvikmyndahúsa og annarra menningaraðila sem starfa af eldmóði án opinberra styrkja.
Menning er ekki einkamál nokkurra útvalinna; hún er og á að vera menning allra landsmanna.“
TENGDAR FRÉTTIR

GUÐLAUGUR ÞÓR – MAÐUR ALLRA KJÖRDÆMA

Það kvarnast úr fyrrum ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins sem stefnir í framboð til formanns flokksins eftir rúman mánuð. Þarna voru þrjár konur og einn karlmaður en...

20 ÁRA BRÚÐKAUPSAFMÆLI FORSETAHJÓNANNA

Donald Trump og eiginkona hans, Melania, áttu 20 ára brúðkaupsafmæli í gær. Í tilefni dagsins sendi Trump heimsbyggðinni kveðju á samfélagsmiðlum með mynd frá...

EKKI BARA ELON MUSK

Elon Musk hefur verið gagnrýndur fyrir að nota Hitlers-kveðju á framboðsfundi Trumps vestra. En hann er ekki einn um það. Allir hinir hafa gert...

KAFFI KJÓS TIL SÖLU

"Langar þig ekki í sveitina og skapa þína eigin vinnu? Er ekki tilvalið tækifæri að kaupa Kaffi Kjós og gera það að sínu?," spyrja...

106 HÚSNÆÐISEININGAR FYRIR HEIMILISLAUSA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Skaðaminnkandi,...

SÍÐASTI SKÓSMIÐURINN Í MIÐBÆNUM LOKAR

Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum. Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði...

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

Sagt er...

Óskar Magnússon rithöfundur, lögfræðingur, bóndi og stjórnarformaður Eimskips les upp úr Apabók sinni í Hannesarholti á Grundarstíg í hádeginu næsta laugardag og segir: "Nú verður...

Lag dagsins

Fæðingardagur Sam Cooke, kallaður "King of Soul". Hefði orðið 94 ára í dag en lést á grunsamlegan hátt þegar han var skotinn til bana...