Donald Trump og eiginkona hans, Melania, áttu 20 ára brúðkaupsafmæli í gær. Í tilefni dagsins sendi Trump heimsbyggðinni kveðju á samfélagsmiðlum með mynd frá athöfninni sem fram fór í Bethesda-by-the-Sea kirkjunni í Palm Beach í Flórída. Að athöfn lokinni var móttaka á Maar-a-Lago setri Trumps í nágrenninu.