Óskar Magnússon rithöfundur, lögfræðingur, bóndi og stjórnarformaður Eimskips les upp úr Apabók sinni í Hannesarholti á Grundarstíg í hádeginu næsta laugardag og segir:
„Nú verður ekki bara eldað upp úr Apabókinni. Í fyrsta sinn verður lesið upp úr henni. Apabókin er sameiginleg matreiðslubók okkar mömmu, 14 uppskriftir sem nota má til sjós og land en einkum innan landhelginnar.
Fimm aðrir höfundar lesa.“