Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut
–
Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar frá klukkan 13:00 til 17:00. Gestir geta keypt smurt brauð og kökur, kaffi og gosdrykki en enn er þó beðið eftir vínveitingaleyfi og því ekki að svo stöddu hægt að kaupa sér léttvínsglas eða bjór.