„Skömmin er mín,“ segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta:
„Ég var algjör gelgja, héralegur, og lélegur í frönsku. En ég náði þó að fá 6,5 í einkunn, en tveim vikum eftir lokapróf skildi ég ekkert lengur. Þetta flækist svolítið fyrir mér eftir að horfa á „Vigdísi“. Hún var fengin til að kenna okkur fíflunum frönsku í sjónvarpi þrátt fyrir að vera sjálf fallisti í frönsku frá Frakklandi með 4,3. Ég ítreka, ég var með 6,5 og hef stært mig af því að vera sennilega lélegasti frönskustúdent landsins! Vigdís var augljóslega með gott bakland í íslenskri borgarastétt því henni var stillt upp sem mikilli menntakonu, sem var þó aðeins með stúdentspróf. Eftir frönskufallið sótti hún nokkra fyrirlestra í leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn – allt og sumt.
Ég studdi hana í forsetakosningunum og upplifi mig misnotaðan kjána. Skömmin er mín.“