Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn í eigu súperstjörnunnar Bjarkar Guðmundsdóttur en hún seldi það fyrir nokkrum árum – sjá hér.
Stór lóð fylgdi gamla húsinu og þar hafa nýir eigendur fengið leyfi til að byggja myndarlega og bílskúr að auki. Gamla húsið er ekki svipur að sjá eftir meðferðina en nýstárlegt er þetta.