Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Chili jarðhnetur frá Til hamingju.
Varan inniheldur ofnæmis- eða óþolsvald (soja) sem ekki er tilgreindur á umbúðum.
Neysla vörunnar getur verið varasöm fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja og afurðum úr því.