Henný Hermanns sem kjörin var Miss Young International í Japan 1970 er 73 ára í dag. Í ævisögu hennar sem Margrét Blöndal skáði rifjar Henny upp fyrsta vangadansinn á balli í Breiðagerðisskóla þegar hún var tólf ára:
„Það tilheyrði að vanga á þessu balli. Og það lá mikil eftirvænting í loftinu. Við vissum að þetta var eitthvað sem tilheyrði. Þetta höfðu stóru krakkarnir gert árin á undan og nú var komið að okkur.“
Stóra spurningin var auðvitað: Hver vangar við hvern? Hver fær fyrsta vangadansinn? Ljósin voru dempuð og rólega lagið — þetta eina — fór að hljóma. Henny og dansfélaginn færð sig nær hvort öðru og Paul byrjaði að syngja: „These were bells on a hill“ og bæði tóku undir “till there was you“.
„Man ég hver hann var? Já, auðvitað man ég það. Hann heitir Eiríkur Jónsson og varð seinna frægur fjölmiðlamaður. Hann á fyrsta vangadansinn.“