Athafnamaðurinn, dægurstjarnan og eitt sinn allt að því barnastjarna, Ásgeir Kolbeins, er fimmtugur í dag. Ungur var hann rauðhærður svo eftir var tekið en nú er hann svarthærður. Í fréttum fyrir skemmstu var þetta helst:
„Nú stefnir hann á að halda glæsilegt fimmtugsafmæli á Tenerife í janúar í 2.600 fermetra villu. Ásgeir býður öllum helstu vinum og vandamönnum til þess að taka þátt í gleðinni. Afmælið verður haldið með pompi og prakt en gestalistinn nær yfir einhver þekktustu nöfn landsins. Þar má finna allt frá stórtækum fjárfestum og lögfræðingum yfir í áhrifavalda og skemmtikrafta.“
Afmælisbarnið fær óskalagið Diskó Friskó: