„Splæsti í flotta köku í tilefni 42 ára afmælis Víkurfrétta ehf. sem var 7. janúar, stofnað þann dag 1983,“ segir Páll Ketilsson ritstjóri sem staðið hefur vaktina allan þann tíma:
„Tuttugu ára gamall keypti ég blaðið og er enn að. Með góðu starfsfólki og stuðningi fjölskyldu og Suðurnesjamanna hefur tekist að halda úti fjölmiðli á svæðinu. Blaðið kom fyrst út 14. ágúst 1980 og verður því 45 ára í ár. Það kemur enn út í prentaðri útgáfu vikulega í 2.500-3000 eintökum sem fólk nálgast á þrjátíu dreifingarstöðum á Suðurnesjum og á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Svo er blaðið auðvitað í stafrænni útgáfu á vf.is og er mikið lesið þar. Við höldum áfram að berjast í blaða- og vefútgáfu og sjónvarpsvinnu.“