Steinar B. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Domino’s Pizza á Íslandi en hann er bakarameistari og kann fyrir bragðið vel að baka brauð. Steinar er einnig með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann tekur við af Hagnúsi Hafliðasyni sem hefur stýrt félaginu í fjögur ár en verður nú forstjóri N1.