
Það gerist ýmislegt á Skagaströnd eins og hérðsfréttablaðið Feykir greinir frá:
„Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en einn góður íbúi, Þröstur Árnason, tók upp á því fyrir stuttu að fara um bæinn eins og herforingi á fjórhjólinu sínu og ryðja snjó frá gangstéttum. Þetta er að sjalfsögðu frábært framtak fyrir litla samfélagið og er virkilega vel metið.“