„Nú fer þessu „bjarta og fallega vetrarveðri“ að ljúka! Árans!“ segir Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur sem er mikill áhugamaður um veðurfar á landinu og fylgist grannt með:
„Í nótt fór frostið á Þingvöllum í -25.8 stig sem er meira en þar hefur mælst í öllum mánuðum á sjálfvirku stöðinni sem mælt hefur frá 1996. Á eldri mönnuðu stöðinni við Þingvallabæinn fór frostið í -26,1 stig í janúarlok 1971 þegar mældust -19,7 stig við Veðurstofuna í Reykjavík, mesti kuldi þar síðan 1918. Þetta kuldakast núna, þó langt sé, nálgast ekki nein heiðarleg met í langtima samhengi í mínu úngdæmi. Mesti kuldi á Reykjavíkurstöðinni, sem verið hefur, er – 10,9 stig í þessu kasti en ein hjátóra mæling á Háuhlíðarstöðinni, sem fór að mæla 2021, er með -12,4 stig. Þær lúra þarna hlið við hlið stöðvarnar. Guð má vita hvor stöðin er nú eiginlega hin opinbera veðurstöð í Reykjavík en það hefur bara ekki verið opinberað. Ég held mig alltaf við gömlu stöðina en hef Háuhlíð til hliðsjónar.“