„Allar sætu stelpurnar / Eru orðnar eldgamlar kerlingar“ – þetta er texti sem ég er að vinna með og flyt kannski í reunioni í vor,“ segir fjöllistamaðurinn Dr. Gunni sem veltir fyrir sér ellinni:
„Það er agalegt að sjá hvað margir jafnaldrar mínir eru orðnir gamlir! Nú kemur sér vel að vera snemmsköllóttur og hafa verið gamall í útliti frá því um þrítugt, enginn munur semsagt, alltaf jafn ellilegur. Og ef ég byrja eitthvað að væla inn í mér yfir því að gröfin blasi við af því ég er orðinn svo gamall get ég alltaf yljað mér við það að Brad Pitt, unglambið sjálft, er 2 árum eldri en ég.“