„Félag bókaútgefenda var að gefa út meintan metsölulista bóka fyrir árið 2024,“ segir súparstjarna íslenskra bókmennta, Þórarinn Eldjárn, og er ekki sáttur við:
„Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land.“
–

Bryndís Loftsdóttir í Pennanum svarar: „Pennanum hefur alltaf boðist þátttaka en kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“