Borist hefur póstur:
–
Sagt er að ekki sé allt sem sýnist varðandi brotthvarf Bjarna Ben úr íslenskri pólitík.
Bjarni hefur tilkynnt að hann taki sér nú nokkurra vikna frí og mæti svo á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að ganga frá sínum málum en landsfundurinn verður einmitt haldin eftir nokkrar vikur.
Sagt er að á meðan muni væntanlegir frambjóðendur, líklega allir hinir ráðherrar sjálfstæðismanna sem voru, berjast um hnossið sem formannssætið er, og sá slagur getur orðið blóðugur þar sem þeir sem nefndir hafa verið eru allir harðir í horn að taka þegar á reynir. Þarna verður klórað og slegist.
Sagt er að þá mæti Bjarni á landsfundinn og verði klappaður upp því annað sé ekki í boði eftir átök framjóðendanna sem eftir liggja tvist og bast og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Og landsfundarfulltrúar ekki heldur.
Sagt er að eina lausnin sé því: Bjarni Ben!