Byggingafulltrúanum í Reykjavík finnst ekkert athugavert við risaskemmuna sem reist hefur verið við Álfabakka og skyggir þar á líf og útsyni íbúa í næsta húsi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Kára í Íslenskri erfðagreiningu hefur hugleitt málið:
„Fyrst byggingafulltrúa finnst ekkert athugavert við þessa framkvæmd ætti að flytja höfuðstöðvar embættisins í þessa blokk. Þá væri hægt að byggja nýja og bjartari fyrir íbúana auk þess að bæta þeim þessi óþægindi sem hafa skapast. Starfsfólk byggingafulltrúa hefði síðan stöðugt fyrir augunum áminningu um hvernig getur farið þegar græðgin fær að leika lausum hala í félagi við fúsk og skeytingaleysi þeirra sem eiga að gæta hagsmuna almennings.“