Mörgum verður hált á svellinnu í kuldakastinu sem yfir gengur. Hundum líka sem sumir eru komnir í sokka. Hundaeigandi á förnum vegi var spurður hvers vegn hundurinn hans væri í sokkum og hann svaraði að bragði:
„,Jú, hann er stöðugri á svellinu eins og við en saltið sem borið er á götur og torg fer í þófana á hundinum og það þolir hann ekki, neitar að fara í göngutúr nema í sokkum. Hann finnur muninn.“
Hundasokkarnir fást í gráu og svörtu í Joserabudin.is og kosta 1.748 krónur.
- Efni : Pólýester
- Handþvottur
- Með antislip til að koma í veg fyrir að þeir renni til
- Stærðir: XS – L