„Nú hafa 33 alþingismenn misst vinnuna,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og samfélagsrýnir:
„Eftir að biðlaunum líkur – þingmenn eiga mislangan rétt til þeirra, þeir þurfa að hafa setið tvö kjörtímabil til að eiga rétt á sex mánuðum – þurfa flestir fráfarandi þingmenn að finna sér vinnu. Ekki allir, því sumir eru eftirlaunþegar og aðrir geta sinnt eigin atvinnurekstri aftur. Og þetta verður mismunandi erfitt, þeir sem eru yfir fimmtugt og eru ekki með menntun á þröngu sviði sem þeir geta gengið að aftur (læknisfræði, tölvunarfræði o.fl.) geta átt erfitt…
–
Og almenningur telur það sennilega spillingu að þeir fái vinnu aftur – kannski flest aðra vinnu en einföld láglaunastörf? En eru það eðlileg sjónarmið – eru þessir fráfarandi þingmenn óhæfir til festra starfa og komast hvergi að nema í gegnum klíku?…
–
Höfum hins vegar í huga þegar þessir 33 þingmenn sem núna vantar starf að þeir eru í ákveðnu efni okkar hæfustu fulltrúar. Óskum þeim velfarnaðar og þess, að reynsla þeirra, þekking og tengsl nýtist sem best.“