Dr. Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir giftu sig í Garðakirkju á Álftanesi í hádeginu á gamlársdag. Athöfnin var stutt og falleg, Kári var í gráum jakkafötum og brúður hans í hvítum blúndukjól. Í kirkjunni las Kári upp ástarljóð sem hann hafði ort til Evu. Gestir voru beðnir um að dreifa ekki ljósmyndum sem hugsanlega yrðu teknar í kirkjunni.
Að athöfn lokinni var boðið til veislu á heimili Kára í glæsihöll sem hann byggði við Elliðavatn þar sem í boði var pinnamat og drykki. Stóð veislan í klukkustund.
Kára þarf ekki að kynna en Eva er markþjálfi hjá World Class og þar hafa brúðhjónin líklega kynnst.