HomeGreinar15 ATRIÐI TIL VARNAR HJARTAÁFALLI

15 ATRIÐI TIL VARNAR HJARTAÁFALLI

Ritstjórinn
Ritstjórinn

Björn Ófeigsson ritstjóri hjartalif.is skrifar um óvænta þætti sem geta aukið líkur á hjartaáfalli.

„Við þekkjum velflest þessa áhættuþætti eins og reykingar og lélegt mataræði en það er ýmislegt annað sem rétt er að taka með í reikninginn og sumt af því kemur kannski á óvart. Hér teljum við upp 15 atriði sem við gefum ekki endilega gaum í daglegu lífi sem sérstakan áhættuþátt.“

1. Ónægur svefn

Ónægur svefn getur valdið þreytu og pirringi en færri vita að svefnskortur getur líka aukið líkur á hjartaáfalli. Niðurstöður einnar rannsóknar leiddu í ljós að einstaklingar sem almennt ná ekki 6 klukkustunda svefni á nóttu voru tvisvar sinnum líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem náðu að meðaltali 6-8 klukkustunda svefni. Ástæðan er læknum ekki alveg ljós en þó er vitað að svefnskortur getur leitt til hærri blóðþrýstings og aukinnar bólgumyndunar sem hvorugt er gott fyrir.

2. Mígreni

Einstaklingar sem fá mígrenishausverki eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall síðar á ævinni. Líkurnar eru enn meiri hjá þeim sem fá mígreni með áru, einskonar röskun á skynjun eða sjón sem á sér stað í aðdraganada mígrenishausverkjar.

3. Kuldi

Kuldi er ákveðið sjokk fyrir kerfið okkar. Mikil útivera yfir vetrarmánuðina getur valdið því að slagæðarnar þrengjast, sem gerir það að verkum að blóð á erfiðara með að ná til hjartans. Ofan á það þarf hjartað að erfiða meira til að viðhalda eðlilegu hitastigi líkamans. Hafirðu áhyggjur af áhrifum kulda á hjarta- og æðakerfið getur verið gott að forðast líkamlegt erfiði, líkt og snjómokstur í miklum kulda.

4. Loftmengun og útblástur bíla

Hjartaáföll eru algengari þegar loftmengun er mikil. Fólk sem andar að sér óhreinu lofti að staðaldri er líklegra til að glíma við hjartasjúkdóma og stíflaðar slagæðar. Það getur verið sérstaklega hættulegt að sitja fastur í umferðinni þar sem að útblástur, loftmengun, pirringur og gremja fara saman.

5. Stór og þung máltíð

Hugsaðu þig vel um áður en þú færð þér tvisvar eða jafnvel þrisvar á diskinn því það getur haft slæm áhrif á fleira en bara mittismálið. Þegar þú borðar mikið magn matar í einni lotu leiðir það til hærra magns streituhormónsins noradrenalíns í líkamanum, sem getur hækkað blóðþrýsting, valdið hraðari hjartslætti og jafnvel komið af stað hjartaáfalli í ákveðnum tilfellum. Mjög feitar máltíðir geta líka gert það að verkum að blóðfita eykst hratt sem getur leitt til tímabundinna æðaskemmda.

6. Sterkar tilfinningar, góðar og slæmar

Reiði, sorg og streita eru þekktar orsakir hjartavandamála en færri vita að sterkar tilfinningar tengdar gleðilegum atburðum, líkt og óvæntri afmælisveislu, brúðkaupi eða fæðingu barnabarns, geta einnig leitt til hjartaáfalls.

7. Skyndileg eða mikil áreynsla

Það hefur jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið til lengri tíma litið að koma sér í gott líkamlegt form en það getur þó verið hættulegt að fara of geyst af stað. Um 6% allra hjartaáfalla má rekja til of mikillar líkamlegrar áreynslu. Líkamleg áreynsla getur verið góð leið til að losa um streitu en það er þó sérlega mikilvægt að ofreyna sig ekki þegar maður er reiður eða í uppnámi.

8. Kvef eða flensa

Viðbrögð ónæmiskerfisins við veikindum geta valdið bólgu sem skaðað getur hjarta og slagæðar. Ein rannsókn leiddi í ljós að einstaklingar með öndunarfærasýkingar væru tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá hjartaáfall. Líkurnar fóru þó niður í eðlilegt horf nokkrum vikum eftir að ónæmiskerfið hafði unnið bug á sýkingunni. Tíðni hjartaáfalla er einnig hærri á tímum flensufaraldra, önnur góð ástæða til að fá flensusprautu.

9. Astmi

Líkurnar á hjartaáfalli eru 70% hærri á meðal þeirra sem kljást við lungnasjúkdóma. Aukin áhætta er til staðar jafnvel þó notast sé við innöndunartæki til að halda sjúkdómnum í skefjum. Vegna astmans gæti sú tilhneiging verið til staðar að hunsa snemmbúin merki um hjartaáfall, líkt og þyngsli fyrir brjósti. Læknar vita ekki enn hvort öndunarfærasjúkdómar valdi hjartaáföllum eða hvort að báðir sjúkdómar eigi sér einfaldlega sameiginlega orsök: bólgu.

10. Að fara fram úr rúminu á morgnana

Hjartaáföll eru algengari á morgnana. Heilinn kemur af stað hormónaflæði í líkamanum sem hjálpar þér að vakna en veldur einnig auknu álagi á hjartað. Vökvabúskapur líkamans er jafnframt í lágmarki eftir langan svefn, sem gerir það að verkum að hjartað þarf að erfiða meira.

11. Hamfarir

Rannsóknir hafa sýnt að tíðni hjartaáfalla eykst eftir miklar hamfarir eða hörmungar, líkt og jarðskjálfta eða hryðjuverkaárásir. Niðurstöður rannsókna eru athyglisverðar að því leyti að ekki má einungis greina aukna tíðni fyrst eftir viðkomandi atburði, heldur í allt að nokkur ár á eftir. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að forðast slíkar aðstæður með öllu má gera ýmislegt til að draga úr þeirri miklu streitu sem fylgir, t.d. að tryggja næga hvíld og hreyfingu.

12. Kynlíf

Líkt og líkamleg áreynsla hefur kynferðisleg virkni verið tengd auknum líkum á hjartaáfalli. Tengslin eru þó afar veik, sérstaklega á meðal þeirra sem eru við góða líkamlega heilsu. Í flestum tilfellum er kynlíf mikilvægur og heilbrigður hluti af lífinu en mikilvægt er að tala við lækni séu áhyggjur til staðar.

13. Íþróttaáhorf

Íþróttaiðkun getur valdið hjartaáfalli en færri vita að það á einnig við um íþróttaáhorf. Árið 2006 mátti greina aukna tíðni hjartaáfalla í Þýskalandi í kringum leiki þýska karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Aukna tíðni banvænna hjartaáfalla mátti einnig greina í Los Angeles eftir Ofurskálina árið 1980, þar sem Los Angeles Rams tapaði. Banvænum hjartaáföllum fækkaði hins vegar í Los Angeles eftir Ofurskálina árið 1984, þar sem Los Angeles Raiders vann.

14. Áfengisneysla

Gjarnan er talað um að eitt rauðvínsglas á dag hafi jákvæð áhrif á hjartað en óhófleg neysla áfengis hefur þó öfug áhrif. Hún getur með tíð og tíma leitt til ýmissa þátta sem hafa slæm áhrif á hjartað, líkt og hærri blóðþrýstings, aukins magns slæms kólesteróls í blóðinu og þyngdaraukningar. Það er ekki einungis ofneysla áfengis yfir lengri tíma sem hefur slæm áhrif, því niðurstöður einnar rannsóknar bentu til þess að auknar líkur væru á hjartaáfalli í viku eftir staka nótt ofdrykkju.

15. Kaffidrykkja

Líkt og neysla áfengis hefur kaffidrykkja sína kosti og galla. Koffínið í kaffinu hækkar blóðþrýsting til skamms tíma, sem getur valdið hjartaáfalli, sérstaklega hjá þeim sem ekki drekka kaffi að staðaldri eða eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall af öðrum ástæðum. Heilt yfir virðist það þó ekki hafa slæm áhrif á hjartað að drekka einn til tvo kaffibolla á dag.

TENGDAR FRÉTTIR

EKKI BARA ELON MUSK

Elon Musk hefur verið gagnrýndur fyrir að nota Hitlers-kveðju á framboðsfundi Trumps vestra. En hann er ekki einn um það. Allir hinir hafa gert...

KAFFI KJÓS TIL SÖLU

"Langar þig ekki í sveitina og skapa þína eigin vinnu? Er ekki tilvalið tækifæri að kaupa Kaffi Kjós og gera það að sínu?," spyrja...

106 HÚSNÆÐISEININGAR FYRIR HEIMILISLAUSA

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma í dag endurskoðaða aðgerðaáætlun með stefnu í málaflokki heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, sem gildir til ársins 2027. Skaðaminnkandi,...

SÍÐASTI SKÓSMIÐURINN Í MIÐBÆNUM LOKAR

Daníel skósmiður á Grettisgötu 3 lokar skóvinnustofu sinni um næstu mánaðamót og þar með hverfur síðasti skósmiðurinn í miðbænum. Upphaflega stofnaði Þráinn skósmiður þarna verkstæði...

REGÍNA Í ÁFALLI EFTIR KAFFIHÚSAFERÐ Í 101

"Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði...en því betur fer voru vöfflurnar og latte...

HUNDASKÍTUR Í HÖGGMYNDAGARÐI

Húsmóðir í Vesturbænum skifar: Myndhöggvarafélagið hefur útbúið viðvörunarskilti við innganginn í sýningargarði félagsins á Nýlendugötu. Mætti vera á fleiri stöðum borgarinnar og víðar. Eigandinn er...

KAFFIHÚS GAMLA FÓLKSINS Á GRUND

Frá hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut - Við vekjum athygli á því að nú hefur kaffihúsið Kaffi Grund verið opnað. Það er nú opið alla daga vikunnar...

„SKÖMMIN ER MÍN“ – JÓN ÓSKAR HORFÐI Á VIGDÍSI

"Skömmin er mín," segir myndlistamaðurinn Jón Óskar sem lærði frönsku í menntaskóla og var að horfa á marglofaða sjónvarpsþætti um Vigdísi forseta: "Ég var algjör...

TVEIR MILLJARÐAR FYRIR LÓÐ Í LAUGARDAL

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarétt á lóð Laugardalshallar við Engjaveg. Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru rúmir tveir milljarðar króna -...

VIÐBYGGING GLEYPIR HÚS BJARKAR Á GRETTISGÖTU

Engu er líkara en viðbygging við gamalt timburhús á Grettisgötu 40 sé hreinlega að gleypa það frá götu séð. Gamla húsið var eitt sinn...

DAUÐROTAÐUR KÖTTUR HEILLAR TÚRISTA Á HVERFISGÖTU

Vegfarandi sem leið átti um Hverfisgötu í dag rak augun í steinsofandi kött í útstillingarglugga verslunar. Hélt hann fyrst að kötturinn væri dauður, kannski...

VALKYRJURNAR KOMNAR Í LUNDABÚÐIRNAR

Valkyrjurnar þrjár sem slegið hafa í gegn í íslenskri pólitík eru komnar í lundabúðirnar í Reykjavík. Ekki er hægt að fá þær þrjár í...

Sagt er...

Óskar Magnússon rithöfundur, lögfræðingur, bóndi og stjórnarformaður Eimskips les upp úr Apabók sinni í Hannesarholti á Grundarstíg í hádeginu næsta laugardag og segir: "Nú verður...

Lag dagsins

Súpertenórin Placido Domingo er 84 ára í dag. Það syngur hver með sínu nefi og það á sannarlega við um afmælisbarnið. https://www.youtube.com/watch?v=3BJgkV6cOGE