HomeGreinarDAGBÓK ÖREIGA

DAGBÓK ÖREIGA

Valur Gunnarsson rithöfundur fékk ekki listamannalaun í ár þó sískrifandi sé og stefnir fyrir bragðið í vandræði hjá honum. Hann srifar í dagbók sína – Dagbók öreiga:

9. desember, 2024.
Hæð: 193 cm.
Þyngd: 137.3 kg
Inneign: 483.574 kr
Orð skrifuð í næstu bók: 71.109
Mikið andskoti er orðið dýrt að gleyma að skila bókum á safnið. Ég fæ ekki að taka nýjar nema ég geri upp. Slepp með að borga 280 krónur svo skuldin fari undir 2000 krónur og fæ að taka út bækurnar. Eins gott að gleyma þeim ekki næst.
Í útrunnakassanum í Krónunni eru kjúklingabitar og Waldorf salat á afslætti. Hátíð í bæ, það er meira að segja útrunnið Camenbert stykki líka. Geri þó þau mistök að kaupa egg. Næstum 1000 krónur! Hef greinilega aldrei keypt tíu stykkja bakka áður. Geri það varla aftur í bráð.
Hef lést um tvö kíló frá því að þeir tóku allt af mér og ég hætti að mæta til þjálfara. Kannski er það mest vöðvarýrnun, en samt. World Class kortið dugar fram á næsta haust, og sundkortið fram á næsta vor. Óþarfa lúxus að vera með bæði, en ágætt þó. Strætókortið rann út á laugardag og verður varla endurnýjað. Ég keypti þrjár buxur í Dressmann og skó á Black Friday áður en ég vissi hvernig áraði. Ég þarf aðeins að tóra fram í maí þegar túristarnir taka að koma.
Er hægt að lifa af hálfri milljón í hálft ár?
TENGDAR FRÉTTIR

GALLABUXUR VALDA GEGGJUN – GO, JOHNNY GO!

Fréttir af gallabuxum Jóns Gnarr í þingsal Alþingis hafa valdið gamalkunnugum usla. Þetta hefur gerst víðar og oftar eins og Sveinn Markússon járnlistamaður í...

KRISTRÚN SETTI GUÐMUNDU Á VEGGINN

Kristrún Frostadóttir hefur skipt út málverki í skrifstofu forsætisráðherra eins og venja er með nýjum herrum. Kristrún hefur valið mynd eftir Guðmundu Andrésdóttur, geómetríska...

ÍSLENSKUR SKANDALL Á TENE – FRÉTTASKEYTI

Fréttaskeyti frá Tenerife - óskað er nafnleyndar: - Yfirstjórn Alvoteck fór í lúxúsferð til Tene. Á flottasta hótelið. Þar var mikið partý og sáust framkvæmdastjórar á...

INGVI ÞÓR ÞURFTI AÐ SANNA AÐ HANN VÆRI EKKI GERVIMENNI, HUNDUR EÐA…

"Óprúttinn aðili náð frá mér auðkenni og stofnaði undarlegan reikning á Instagram sem var eytt og Facebook-reikningi mínum síðan í leiðinni," segir Ingvi Þór...

ELDSPÝTUR Á GRUNDARSTÍG

Mynd af eldspýtustokk framan á rafmagnskassa við timburhús á Grundarstíg. Myndin sýnir Geysi í Haukadal og lykil. Lykillinn er vörumerki verksmiðjunnar sóló í Tékkóslóvakíu...

TVÍBURAR Í TAKT

Í tilefni af 60 ára afmæli tvíburabræðra (24. feb.) er loksins komið að fyrstu samsýningu þeirra í Gallerí Göngum í Háteigskirkju 22. feb. kl....

VINSÆLAR HOLUR

"Hér er mynd frá Hafnargötu í Keflavik, frá cirka 1975," segir Margeir Margeirsson athafnamaður frá Keflavík: "Þarna voru á þessum tíma svona holur í malbikinu...

SONUR GEORGS GUÐNA Í KLING&BANG

Hrafnkell Tumi, sonur hins goðsagnakennda málara Georgs Guðna (1961-2011), opnar sýningu í Kling & Bang í Marshallhúsinu á Granda laugardaginn 22. feb. Loftlína heitir...

STOP OVER NÆTURGAMAN OG LÍFSLEIKNI

Þetta listaverk var á vegi ferðamans í Kolaportinu. Hann féll fyrir því þegar búið var að þýða textana fyrir hann og sagði þá (í...

BRÚÐKAUPSMYND Í KOLAPORTINU

"Jesús blæs i seglin meðan brúðhjónin leggja árar í bát og stefna út í óvissuna," heitir þessi mynd. Fæst í Kolaportinu - aðeins þetta eina...

RAGNA OG ORKUPAKKI 3 Í ÚLFLJÓTI

Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis, fyrrum dómsmálaráðherra án þingsetu og fyrrum aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar um árabil hefur verið ráðin forstjóri Landsnets. Ragna er 58 ára og...

DANIR VILJA KAUPA KALIFORNÍU – „BRING HYGGE TO HOLLYWOOD“

Hafin er undirskriftarsöfnun í Danmörku með tilheyrandi fjársöfnun til að kaupa Kaliforníu undir yfirskriftinni: "Bring hygge to Hollywood". Er þetta gert sem svar við...

Sagt er...

Sýning Hildigunnar Birgisdóttur, Þetta er mjög stór tala — Commerzbau, sem var framlag Íslands til tvíæringsins í Feneyjum árið 2024 verður opnuð í Listasafni...

Lag dagsins

Svavar Örn, hárgreiðslumeistari og eftirlæti fræga fólksins, er afmælisbarn dagsins (51). Stundum kallaður "gullgreiðan" og það með réttu. Hann fær óskalagið I'm Gonna Wash...