„Margir hafa kvefast nýlega. Það er þurrafrost í norðanáttinni,“ segir Ragnar Önundarson fyrrverandi bankastjóri og nú ötull samfélagsrýnir:
–
„Fólk kvefast líka í flugvélum, þar sem rakastigið er 5-7%. Rakastig í húsum fer niður í 10% en lægri mörk hins heilsusamlega eru 30%. Ekkert er unnið við að hafa hærra rakastig, þá myndast bara dögg innan á rúðum.
–
Um eðlisfræði kvefs: Uppgufun eykst í þurru lofti. Uppgufun bindur varma og uppgufunarflöturinn kólnar. Þegar við öndum að okkur þurru lofti og rakamettuðu frá okkur gerist þetta. Lungun kólna að innan og við kvefumst, jafnvel þó hlýtt sé inni. Vírusinn á greiðan aðgang.
–
Öll heimili þurfa að hafa rakamæli og rakatæki. Þar sem smábörn eru er þetta mikilvægast. Mikið gagn getur gert að þurrka þvott inni, þó ekki svo mikinn að dögg myndist á rúðum.“