Frá og með fimmtudeginum 5. desember verður sánunni í Vesturbæjarlaug lokað.
Verið er að hefja niðurrif á sánaklefunum sem er fyrsti liður í endurbótum á þessum elsta hluta mannvirkisins. Endanleg hönnun á því sem kemur í staðinn liggur ekki fyrir en þegar hún er tilbúin verður hún kynnt fyrir gestum.
Vesturbæjarlaug biðst velvirðingar á þeim óþægindum og raski sem niðurrifið kann að hafa í för með sér.