„Leigjandi fer í banka til að biðja um lán til íbúðakaupa,“ segir Stefán Benediktsson arkitekt og fyrrum alþingismaður:
„Greiðslumat segir bankinn. Ég greiði 300 þúsund krónur í leigu á mánuði það ætti að nægja til að greiða af amk 65 milljóna króna láni segir leigjandinn, en því miður það er ekki horft á það.
Íbúðareigandinn fer í sama banka og biður um lán til íbúðarkaupa. Hann er með 300 þúsund króna leigutekjur. Hver haldið þið að fái lánið?“